138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:16]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er eins og vant er, það kemur alltaf eitthvað frjótt frá hv. þingmanni og óviðbúið. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því en Edge-reikningarnir voru náttúrlega í dótturfélögum í þeim löndum sem þeir voru og féllu undir tryggingarinnstæðukerfi gistiríkjanna sem þeir voru í. Reyndar hafa Edge-reikningarnir allir verið gerðir upp og ég á því bágt með að sjá að þetta geti haft einhver áhrif en ég verð eiginlega að fá að hugsa málið. Ef við fáum einhvern tímann matartíma aftur í Alþingi getum við kannski sest niður yfir mat og talað um þetta mál.