Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

[15:17]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegur forseti. Gagnsæi skiptir máli þegar sýslað er með eignir ríkisins. Þetta ætti okkur að vera dagljóst núna þegar blekið er varla þornað af skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið er gagnrýnt harðlega fyrir ógagnsæi og óskýra upplýsingagjöf við söluna á Íslandsbanka. Lindarhvoll ehf. fékk á sínum tíma ákúrur frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna ólögmætrar upplýsingaleyndar gagnvart almenningi og fjölmiðlum. Þegar opinber eftirlitsaðili, settur ríkisendurskoðandi, vinnur greinargerð um sölu á sameiginlegum eignum okkar og afhendir greinargerðina Alþingi, þegar forsætisnefnd hefur fengið óháð lögfræðiálit þar sem kemur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að birta þessa skýrslu þá er auðvitað óboðlegt að forseti Alþingis ákveði að halda þessum upplýsingum frá almenningi vegna þess að einhverjum þyki upplýsingarnar óþægilegar. (Forseti hringir.) Það er risastórt ímyndarmál fyrir Alþingi að láta þetta ekki gerast, að við séum ekki að leyna almenningi upplýsingum um hvernig staðið er að sölu á ríkiseignum.

Forseti verður að.