136. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2008.

málefni tveggja hælisleitenda.

[14:40]
Horfa

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Það er fjallað um mál einstaklinga eftir því sem þau koma inn á borð yfirvalda, ekki sem hóps heldur sem einstaklinga. En þetta er vandamál víðar en hér á landi og vandamál í öllum Schengen-ríkjunum og það er alls staðar verið að fjalla um hvernig eigi að taka á þessum málum.