145. löggjafarþing — 35. fundur,  17. nóv. 2015.

höfundalög.

334. mál
[18:16]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar til þess að spyrja hæstv. ráðherra hver eigi að sjá um eftirlit hér á landi með þessu og hvort eitthvað hafi verið litið til þess sem hefur verið gert í Bretlandi hvað þetta varðar. Nú veit ég að þar er sérstök skrifstofa sem hægt er að koma til þegar verið er að leita að rétthöfum munaðarlausra verka og ef mig minnir rétt hafa einungis 500 beiðnir borist á undanförnu ári. Mig langar til þess að vita hvaða ávinning ráðherra telur að þessi sérstaka lagagrein muni hafa, ef einhvern. Hver á að sjá um eftirlitið svo að þessu verði framfylgt?