133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga.

347. mál
[14:40]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrst út af skattfrelsinu. Hér er um að ræða sjóð sem starfar á grundvelli þess að vera almannaþjónustufyrirtæki og ég hygg að það séu kannski meginrökin varðandi skattfrelsið.

Varðandi hina spurninguna, hvort eitt sveitarfélag eða fyrirtæki geti keypt upp alla hluti, þá hygg ég að út af fyrir sig sé það hægt í framtíðinni en ég minni á það ákvæði í frumvarpinu að enginn einn hluthafi getur haft meira en 15% atkvæðisrétt á hluthafafundum.