151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:59]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég fagna mjög þessari tillögu. Þó að þetta séu tölur á blaði, krónur úr ríkiskassanum, þá kemur þetta til með að spara okkur fjármuni vegna þess að það er mun dýrara fyrir þá eldri borgara sem komnir eru með færni- og heilsumat að vera í sjúkrahúsrýmum á Landspítala og annars staðar en í hjúkrunarrýmum. Ég fagna því að ríkisstjórnin sýni það hugrekki að fara í þetta, að styðja við þjóðarsjúkrahúsið okkar en koma líka til móts við þarfir eldri borgara sem eiga að fá að dvelja á heimilislegri stað en á þriðja stigs sjúkrahúsi. Ég fagna þessu.