151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:07]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um tillögu varðandi samgöngur sem ég styð. Ég vil vekja sérstaklega athygli á þeim hluta tillögunnar sem er til að bregðast við tekjufalli Isavia vegna innanlandsflugs þar sem eru brostnar forsendur fyrir samkomulagi ríkis og Isavia um að Isavia taki við rekstri og viðhaldi Egilsstaðaflugvallar. Þetta er tillaga upp á 450 millj. kr. framlag vegna þessa. Þannig er rekstur og viðhald flugvallarins á næsta ári tryggð. En svo vil ég jafnframt benda á að verkefnin sem samþykkt voru í sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki í samgöngum og innifela framkvæmdir á Akureyri og á Egilsstaðaflugvelli eru fullfjármögnuð í fjárlögum eins og þau voru lögð fram.