151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:25]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða að bæta Ríkisútvarpinu upp þverrandi útvarpsgjald. Það kom til umræðu hér í þinginu í snjallri þingræðu sem hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé flutti og mér fannst hún svo góð að ég hripaði hjá mér það sem hann sagði í lokin, með leyfi forseta:

„Ríkisútvarpið er að miklu leyti vagga okkar menningar og upplýsingaflæðis sem við þurfum. Ég er þeirrar skoðunar, forseti, að bæta þurfi RÚV upp að fullu minnkandi útvarpsgjald. Til að við getum haldið rekstrinum áfram þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið bætt að fullu. “

Ég vil gera þessi orð hv. þingmanns að mínum og vona að fleiri þingmenn geri svo.