144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[11:01]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég legg til að forseti reyni að hafa áhrif á að málið fari í eðlilegt umsagnarferli. Mér finnst tólf vikur um svona stórt mál vera það eina sem er vitrænt í stöðunni.

Ég hef miklar og þungar áhyggjur af því að það eigi bara að leysa rammann upp. Það eru mjög stór tíðindi, það er mjög stór ákvörðun og það hryggir mig mjög að hæstv. fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist styðja hana.

Ég mundi líka mjög gjarnan vilja heyra í meintum hæstv. umhverfisráðherra. Aldrei hefur það verið eins brýnt að hafa ráðherra sem er „dedikeraður“ í þessu ráðuneyti. Hvar er hæstv. umhverfisráðherra, hæstv. forseti?