145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:43]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá var hæstv. utanríkisráðherra á fundi á Ísafirði í gærkvöldi og það eru sömuleiðis taldar áreiðanlegar heimildir að hann ætli að vera á fundi með flokksfélögum sínum á Sauðárkróki í kvöld. (Gripið fram í: Ekkert endilega með flokksfélögum.) — Það mæta örugglega engir aðrir. (Gripið fram í.) Fyrri vélin frá Ísafirði, kemur í bæinn um tíu, hálfellefu að morgni og þó að ráðherrann ætli að ná fundi á Sauðárkróki segjum kl. átta í kvöld þá hefði honum nægt að leggja af stað um hálffimm, fimm, til þess. Hæstv. utanríkisráðherra hefði með öðrum hefði getað verið hér í þinginu, orðið við beiðni þar um, frá því svona klukkan ellefu í morgun og til fjögur, hálffimm. Hann kaus að gera það ekki. Hann forsmánar þingið. Hann veit af óskum um að hann komi hér og standi fyrir máli sínu. Hann vill ekki og reynir ekki að hjálpa sínu eigin máli. Hann hunsar þingið. Þá á þingið engan annan kost en að kenna ráðherranum mannasiði, hætta umræðum um þetta mál og hefja þær ekki fyrr en hæstv. utanríkisráðherra er mættur í stólinn sinn. Það legg ég til að forseti fari að gera.