146. löggjafarþing — 37. fundur,  1. mars 2017.

rafræn birting málaskráa og gagna ráðuneyta.

175. mál
[17:45]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin. Ég held einmitt að mjög mikilvægt sé að við leitum fyrirmynda. Ég hef aðeins kíkt á norska gagnagrunninn eða gáttina, og án þess að hafa skoðað hana mikið gæti hún verið viss fyrirmynd. Ég held einnig að nauðsynlegt sé að skoða þetta á fleiri stöðum því að ég held að mikilvægt sé að þetta sé notendavænt. Ég held að Norðmenn, eins og kom fram í greinargerðinni, séu með um 20 milljónir skjala inni undir sinni gátt. Það er mikið af pappírum þar.

Að lokum, og ég er svo sem ekki að biðja um neitt sérstakt svar við því, ég held að þetta mál, sem er mjög mikilvægt og mikilvægt að vanda, geri öllum gagn og mál af þessu tagi, upplýsingakerfi af þessu tagi, geti verið aðgengileg fyrir borgarana.