151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar í seinna andsvari að rifja það upp að þegar lög um kynrænt sjálfræði, sem mig minnir að séu nr. 80/2019, voru til umfjöllunar hér á Alþingi bárust umsagnir frá læknum sem töldu að það þyrfti að búa betur um sérstaklega tiltekin atriði sem snúa að ódæmigerðum kyneinkennum. Það er forsaga þess að sá starfshópur sem ég vísaði til var skipaður. Það var því farið sérstaklega yfir það mál vegna ábendinga sem komu fram við meðferð málsins á sínum tíma. Nú erum við hér að fjalla um afrakstur af þeirri vinnu. Þannig að ég tel að hér hafi verið einstaklega vel að verki staðið og að það hafi verið tekinn (Forseti hringir.) sérstakur snúningur á þessi mál, einmitt vegna athugasemda frá læknum sem (Forseti hringir.) samþykkja málið eins og það kemur fram núna.