141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:45]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Þetta er gaman. Það er gaman að ræða þetta við hv. þingmann. Ég held að við séum sammála um að stjórnmálaástandið í Danmörku sé ekki sérstaklega óstöðugt. Þó nokkrir af þeim sérfræðingum sem komið hafa fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða við höfum hlýtt á á hinum ýmsu fundum, ráðstefnum og málþingum hafa lagst gegn ýmsum breytingunum með þeim rökum að ekki sé hefð fyrir þessu. Stjórnmálahefðin á Íslandi sé önnur. Hér erum við með meirihlutastjórnir og sterkan sjálfstæðis — þetta var svona „freudian slip“, ég sagði næstum því Sjálfstæðisflokkurinn. (Gripið fram í.) En ég hef alltaf skilið það svo að við værum í þessari vegferð, að minnsta kosti ég, til þess að breyta og skapa okkur nýjar hefðir. Ég mundi vilja að ríkisstjórn á hverjum tíma (Forseti hringir.) hefði meira samráð við aðra flokka.