150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

tímasetning næstu alþingiskosninga.

[15:27]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Hv. þingmaður heyrði kannski ekki alveg það sem ég sagði, hún talar um næsta haust. Ég sagði að í lok þessa þingvetrar myndu formenn flokka eiga samtal. Ég tel það nú ærinn fyrirvara, ef ég má segja það hér. Ég veit manna best að það þarf ekki aðeins að ræða kosningalög, við erum líka hugsanlega að fara að afgreiða breytingar á stjórnarskrá sem munu þurfa sinn tíma hér í þinginu, svo að ég nefni bara eitt dæmi um mál sem yfirleitt er tekið fyrir í lok kjörtímabils. Þess vegna hafði ég hugsað mér að boða til fundar í lok þessa þingvetrar, svo að ég segi það hér í þriðja sinn, til þess að eiga samtal við formenn flokka um það hvenær kjörtímabilinu lýkur. Og í sjálfu sér finnst mér það bara eðlilegur framgangsmáti.