144. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2014.

örnefni.

403. mál
[14:11]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kann að vera að ég hafi ekki talað nógu skýrt. Ég er alveg sammála þingmanninum. Ég talaði ekki um að örnefnin væru horfin, en það er óneitanlega styrkur í því ef örnefnin og stjórnsýslueiningarnar fara saman. Það er fer minna fyrir stuðningi við líf og viðgang örnefnanna þegar stjórnsýslueiningin fer að heita eitthvað annað. Meðan þetta fer saman þá er staða örnefnisins sem sé önnur. Það var það sem ég átti við.

Ég átta mig á því, sem betur fer, að Reyðarfjörður er á sínum stað og Fáskrúðsfjörður meira að segja líka. (VilB: Og Búðareyri og Búðir.) Ekki síður.