144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:50]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir það að það er mjög ánægjulegt að vörugjöldin skuli vera afnumin og eins að efra þrepið skuli lækkað, ég get alveg tekið undir það.

Það er eitt líka sem ég kom ekki inn á í ræðu minni sem varðar matvælin að ein mótvægisaðgerð gæti verið að lækka tolla og skoða þessi innflutningshöft sem eru á innfluttum matvælum. Það hefur eiginlega ekkert verið rætt en það finnst mér eiginlega sjálfgefið. Ef það á að fara að hækka matvælaverð ættu menn að slaka aðeins á klónni þegar kemur að ofurtollum á innfluttar landbúnaðarafurðir.

Að öðru leyti er ég bara sammála hv. þm. Pétri H. Blöndal eins og ég er nú reyndar oft.