151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur .

374. mál
[12:40]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Sú breyting sem hér er boðuð á frítekjumarki fyrir fjármagnstekjur gagnast ekki venjulegu fólki. Það eru þau sem eru ríkust, ríkasta tíundin, sem fá hér búbót. Ríkasta tíundin fær hér búbót frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mér finnst þessi forgangsröðun forkastanleg. Það er bara þannig. Ég á ekki til orð yfir þessari forgangsröðun við þær aðstæður sem við búum við núna.

Ég segi það aftur, forseti: Þetta frumvarp og þessi tillaga ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, þegar á þriðja tug þúsunda manna ganga atvinnulausir og stór hluti þess hóps þarf að draga fram lífið á grunnatvinnuleysisbótum, að þetta mál sé forgangsmál ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður er hneyksli, hv. þingmaður.