140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

skaðabótamál á hendur Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaga.

[15:10]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála því uppleggi sem hv. þingmaður kom með og ég á ekki von á öðru en að sérfræðingar séu komnir eitthvað á veg með greiningu sína á stöðunni núna. Mér finnst alveg sjálfsagt að áður en því máli lýkur komi þeir fyrir utanríkismálanefnd til að gera grein fyrir stöðunni, eins og hv. þingmaður leggur til, og heyri sjónarmið fulltrúa í utanríkismálanefnd þannig að auðveldara sé að leggja mat á stöðuna sameiginlega og ákveða hvort málinu verði fylgt eftir með málshöfðun.