152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[15:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Svo ég skilji þetta rétt þá eru þarna upplýsingar um hverju er gert ráð fyrir í rekstur. Aðferðirnar sem eru notaðar eru þær að reynt er að finna sambærilegar borgir og módel sem hafa verið notuð til að gera slíkar greiningar í öðrum löndum. Ekkert nýtt þar og eitthvað sem er alltaf í vinnslu, að gera betur. Borin eru saman léttlestakerfi, vagnakerfi, sporvagnakerfi og ýmislegt svoleiðis og uppreiknað samkvæmt þessum módelum hvernig kostnaðurinn liggur. Það er verið að bæta við sérstakri akrein, ekki nota þær akreinar sem þegar eru til staðar, þannig að á svæði borgarlínunnar er ekki verið að þrengja að neinu. Ég klóra mér dálítið í hausnum yfir þessu því miðað við gögnin sem liggja fyrir framan okkur þá er það sem hv. þingmaður segir ekki alveg það sama og ég næ alla vega að lesa úr þessum gögnum og ég skil ekki af hverju.