148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

framkvæmd og eftirfylgni barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

329. mál
[17:37]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Í 1. mgr. 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir, með leyfi forseta:

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“

Nú er það svo að við sameiningu sýslumannsembættanna virðist hafa láðst að tryggja nægilegt fjármagn svo að stjórnvöld geti sinnt þeim skyldum sínum sem tilgreindar eru í barnasáttmálanum, þ.e. að gæta hagsmuna barna þegar verið er að fást við mál er þau varða. Fjölskyldusvið embættanna, t.d. embættisins hér á höfuðborgarsvæðinu, er svo fáliðað að það getur ekki uppfyllt skyldur sínar.

Því er nauðsynlegt að velta fyrir sér hvort dómsmálaráðherra ætli sér að beita sér fyrir því að embætti sýslumanns, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, (Forseti hringir.) fái nægilegt fjármagn svo að fjölskyldusviðið geti sinnt lögboðnum skyldum sínum.