138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:46]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það sækir vissulega að manni ákveðin hryggð að heyra að það samkomulag sem gert var hér fyrir helgi sé ekki virt. Ég tel rétt í ljósi þess, frú forseti, að fundi verði frestað þangað til það er komið á hreint hvort og þá með hvaða hætti þessi deila verður leyst. Það er erfitt að halda hér málaefnalegar ræður um þetta mál ef maður veit ekki hvort það er komin sú sátt sem maður hélt að væri komin, ef það er algjörlega á huldu hvort menn ætla að standa við undirritaða skuldbindandi samninga að því er mér skilst.

Frú forseti. Ég verð að biðja um nánari útskýringar á þessu. Ég sé að hæstv. fjármálaráðherra hefur óskað eftir orðinu undir þessum lið. Ég bíð þá bara spennt eftir að heyra hvað hæstv. fjármálaráðherra hefur til málanna að leggja.