154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

tóbaksvarnir.

226. mál
[22:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Mér finnst þetta dálítið áhugavert. Einkennandi bragð. Er þetta eitthvað öðruvísi, er ekki einkennandi bragð af áfengi? Hvað er einkennandi bragð af tóbaki? Hvað er einkennandi bragð af bjór? Má það ekki vera bláberjabjór? Hann var mjög vinsæll í Norður- Englandi þar sem ég bjó einu sinni. Mér finnst þetta mjög áhugavert mál þegar allt kemur til alls. Einhvern heyrði ég segja að það væri verið að snúa þessu aðeins við t.d. í Noregi þar sem það yrði að bæta við tóbaksbragði í veip, sem sagt að nikótínið yrði að hafa tóbaksbragð. Ég skil ekki alveg hvað er verið að gera hérna, í hvaða vegferð er eiginlega verið að fara. Ég er síðasti maðurinn sem mælir með tóbaki, algjörlega, en samt, ég skil alveg að fólk neyti tóbaks eins ógáfulegt og það er. Ég skil alveg að fólk neyti vímuefna eins og ógáfulegt og það getur verið eða áfengis, eins ógáfulegt og það er. Hver er hugsunin á bak við þetta? Maður veltir því fyrir sér, svona í samhengi hlutanna. Þetta er ákveðin vangavelta sem ég hef, mér finnst þetta áhugavert.