149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[16:12]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Hér er verið að leggja til breytingu á gjaldskrá vegna kostnaðar við rekstur Fjármálaeftirlitsins. Bankarnir, tryggingafélögin og lífeyrissjóðirnir eiga samkvæmt þessu að borga minna í rekstri FME. FME á að mæta þessu með að ganga á eigið fé. Þetta er mjög óskynsamleg ráðstöfun og mun hafa það í för með sér að dregið verður úr mikilvægi eftirlits með fjármálastofnunum. Það verður að segjast eins og er, herra forseti, að það er allt á sömu bókina lært hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þegar kemur að bönkunum; lækka skal alla skatta og öll gjöld á bankana en skerða á öryrkja og eldri borgara.

Ég segi nei.