144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:38]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Áfram kannski með framtíðarsýnina og þá varðandi Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið er í mjög mikilli klemmu og hefur þolað niðurskurð undanfarin ár. En núna blasir við að útvarpsgjaldið eigi að lækka á næsta ári og þarnæsta ári líka, sem þýðir um 600–900 milljónir og er gífurleg hætta auðvitað fólgin í því. Hvað sér hv. þingmaður fyrir sér að blasi við Ríkisútvarpinu, sem er okkar almanna-, menningar-, öryggis- og lýðræðisventill, mundi ég segja, þjónar okkur og er búið að gera í áratugi síðan 1930? Er þetta ekki ákveðin ögurstund sem menn standa frammi fyrir á þeim bænum og hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér að stofnunin verði eftir slíkar hremmingar ef þetta gengur eftir?