154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[20:59]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka kærlega góða ræðu, sérstaklega um gagnsæiskaflann og kallið eftir meiri og betri upplýsingum. Mig langar til að spyrja hv. þingmann hins vegar aðeins almennra spurninga um efnahagsstefnu Viðreisnar því að ég er aðeins að reyna að átta mig á því hvar flokkarnir aðgreinast. Samfylkingin vill bara vaxtabætur, alls konar bætur sem jú, virka sitt á hvað á útgjaldahliðinni og virka að einhverju leyti upp á jöfnuð o.s.frv. en búa líka til fátæktargildrur. Viðreisn kemur meira hægra megin að miðjunni og ég er að reyna að átta mig aðeins á skattstefnunni því hlutverk ríkisins í því að hjálpa til við efnahagssveiflur, þenslu eða samdrátt, er í gegnum útgjöld annars vegar og skattstefnu hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn er í því bara að hafa lága skatta og í rauninni notar það tæki ekki neitt í efnahagsstjórninni. Er Viðreisn á svipuðum stað með það, (Forseti hringir.) að passa sig á að snerta ekki skattana til að reyna að hafa áhrif á svona bólumyndun?