149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[13:55]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um sóknarfjárlög fyrir allt samfélagið, sóknarfjárlög fyrir menntakerfið, fyrir heilbrigðiskerfið, fyrir velferð og jöfnuð, fyrir raunverulega uppbyggingu allra innviða. Á árinu 2019 verður enn sótt fram fyrir betra og jafnara samfélag.

Virðulegur forseti. Það er mikilvægt og það er ánægjulegt að taka þátt í atkvæðagreiðslu af þessu tagi og það er ánægjulegt að eiga sæti í ríkisstjórn sem stendur fyrir slíka sókn fyrir íslenskt samfélag.