Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:35]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Honum var tíðrætt um ábyrgð og ábyrgan rekstur í ríkisfjármálum. Hann talaði líka um ákveðna óvissu sem uppi er en ég tók eftir því að hann minntist ekki á mjög stóra óvissu sem er uppi um þann tekjugrunn eða þá fjármuni sem liggja undir í þessu fjárlagafrumvarpi sem snýr að sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þ.e. áframhaldandi sölu. Hér erum við að tala um 75 milljarða kr. gat ef ekki tekst að selja bankann á næsta ári, sem er allsendis óvíst. Þykir hv. þingmanni það ábyrgt að lofa útgjöldum upp á 75 milljarða sem ekkert liggur fyrir um að séu til peningar fyrir?