154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[21:07]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Flatur niðurskurður er raunveruleg hagræðing. Ég var eiginlega meira að fiska eftir hvar hún sæi möguleika á hagræðingu í ríkiskerfinu. En gott og vel. Hún ræddi líka um verðbólguna og mig langar að spyrja einfaldlega: Hverjar telur hún vera grunnorsakir þeirrar verðbólgu sem er í dag? Og líka, því ég náði ekki algerlega varðandi ferðaþjónustuna, hvort hún og flokkur hennar séu á móti gistináttaskattinum og hugsanlega hærra virðisaukaskattsþrepi. Ég get tekið dæmi: Í Portúgal sem er 14 milljóna samfélag er gistináttaskattur 2 evrur. Við erum að hugsa um að setja 300 kr. gjald. Við erum með margfalt fleiri ferðamenn en íbúatala Íslands er. Þurfum við ekki að horfa á ástandið í dag og hvernig fólksfjölgunin er? Eigum við halda skattheimtu á ferðaþjónustu óbreyttri eða ekki? Hvernig sér hún á tekjuhliðinni (Forseti hringir.) hvernig ríkið eigi að meðhöndla þennan flokk? Og líka varðandi arðsemi af háskólanámi, ef við ætlum að láta ferðaþjónustuna vaxa (Forseti hringir.) út í hið óendanlega, ef við ætlum bara að vera í ferðaþjónustunni öllsömul, þá verður arðsemi af háskólanámi ekki mjög mikil.