Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2022.

umræða um skýrslu fjármálaráðherra um ÍL-sjóð.

[11:18]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeim orðum hæstv. fjármálaráðherra að það standi ekki á honum að ræða þessi mál. Ég hef aldrei haldið því fram. Mér hugnast hins vegar ekki orð hans um nálgun í þessu máli og hef áhyggjur af þessum þunga hans varðandi ábyrgð þingmanna á því að standa með ríkissjóði nánast sama hvað. Hvaða hughrif kallar það fram að við eigum að standa með ríkissjóði þegar það rignir yfir okkur lögfræðiálitum um stjórnarskrárbrot? (Fjmrh.: Það er ekkert þingmál komið fram.) — Það eru komnar fram hugmyndir sem þú stendur hér og verð. Og það var augljóst á blaðamannafundinum að hæstv. fjármálaráðherra var langsamlega skotnastur í þeirri leið að henda lögum á fólkið.