137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[19:46]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Ármannssyni fyrir spurningu hans. Ég kannast ekki við að nein skilyrði hafi verið sett í þessu máli í upphafi um að Vinstri hreyfingin – grænt framboð mundi tryggja þetta mál í gegnum þingið. Það var eingöngu gefið grænt ljós á að það yrði lagt fyrir þingið en hver þingmaður yrði bundinn af sinni sannfæringu. Við fimm þingmenn gerðum grein fyrir okkar máli strax í upphafi að við mundum greiða atkvæði gegn væntanlegri aðildartillögu að Evrópusambandinu og það stendur.