150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[20:12]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir ágætissvör, hann er þarna á heimavelli. Hv. þingmaður segir: Þetta eru fjárreiðulög samkvæmt gamla laginu, þetta eru bara gömlu fjárreiðulögin. Menn hafa ekki breytt um verklag að neinu marki. Ég spyr þá hv. þingmann: Þarf að gera eitthvert sérstakt átak til að venda skipinu og snúa af þessari braut? Hvað þurfum við að gera til að bæta þetta ferli? Sér hann einhverjar aðrar hindranir en hugarfarið? Eru einhverjar tæknilegar hindranir sem valda því að erfitt er að framkvæma lögin um opinber fjármál frá árinu 2015?