136. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2008.

náttúruverndaráætlun 2009–2013.

192. mál
[18:37]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég stend við það að ég tel að landið eða þjóðin kannski frekar hafi ekki efni á þeim vinnubrögðum sem þeir sem eru með svo einsýna stefnu í náttúruvernd og tala eins og hæstv. umhverfisráðherra gerir. Hún hefur alla vega ekki verið mikið til tals um að nýta þær náttúruauðlindir sem samt eru algerlega augljósir kostir að nýta. Ég nefndi alveg sérstaklega hvalveiðar núna af því að það mál er í brennidepli þessa dagana. Ég tel að hvorki land né þjóð hafi efni á slíkum vinnubrögðum. Það verður að vera samspil milli nýtingar og verndar í forgrunni og það er mikil ábyrgð sem hvílir á hæstv. umhverfisráðherra í þeim efnum.