133. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2006.

ummæli þingmanns um þinghlé.

[13:37]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Það er rétt sem hv. þingmaður segir, að í þingsköpum segir í 50. gr.:

„Í upphafi fundar, áður en gengið er til dagskrár, geta þingmenn gert athugasemdir er varða störf þingsins.“

Forseti telur rétt með tilliti til þessarar umræðu að greina frá því að boðað verður til nýs fundar eftir að atkvæðagreiðsla og utandagskrárumræða hefur farið hér fram og þá geta hv. þingmenn tekið þetta mál upp ef þeir óska.