137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:02]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég hygg að enginn hv. þingmaður á hinu háa Alþingi deili um það í alvöru að hugsanlegur aðildarsamningur að Evrópusambandinu verði lagður í dóm þjóðarinnar og að Íslendingar kveði upp úr um það hvort þeir vilji þennan samning eða ekki.

Vandi þingmanna virðist hins vegar liggja í tveimur orðum, ráðgefandi og bindandi. Það sem lýsir afstöðu flytjenda þessarar tillögu er að hv. þingmenn sem flytja svona tillögu treysta sér ekki til að fara að vilja þjóðarinnar [Háreysti í þingsal.] nema að þeim hafi verið fyrir mælt um að það sé bindandi. (Gripið fram í: Þetta er rangt.) Hvar er þá trúnaður þingmanna, sjálfstæðismanna, (Gripið fram í: Við þjóðina.) við þjóðina og vilja hennar í þessu máli? (Gripið fram í.) Ég segi nei.

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður þingmenn um að gefa ræðumönnum hljóð.)