149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

301. mál
[15:32]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fulltrúi Samfylkingarinnar í hv. efnahags- og viðskiptanefnd, Oddný G. Harðardóttir, er fjarverandi í dag í störfum á vegum þingsins. Hún stendur að þessu máli og styður það nema hvað að við höfum farið fram á sérstaka atkvæðagreiðslu um c-lið 1. gr. þar sem hún gerir fyrirvara. Hv. þingmaður telur að betur hefði þurft að kanna og taka afstöðu til sjónarmiða sem mæla gegn því að starfsmanni standi til boða að nýta afsláttarúrræði sem kveðið er á um í b-lið 1. mgr. 30. gr. laga um tekjuskatt við kaup á hlutabréfum í félagi sem hann starfar hjá. Um þennan lið munum við í Samfylkingunni sum sé sitja hjá.