150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara.

22. mál
[19:17]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Þetta er mikilvæg tillaga og varpar ljósi á mein sem kallar ekki sjálfkrafa á athygli okkar. Eins og fram kom hjá 1. flutningsmanni hefur hún verið lengi í deiglunni. Sitthvað vitum við um þunglyndi, annað ekki. Við vitum að notkun þunglyndislyfja eykst með hækkandi aldri og er mest á meðal fólks sem er komið yfir sjötugt. Það vex enn við að liggja á sjúkrahúsi og enn frekar við að dvelja á hjúkrunarheimili. Takmarkaðar rannsóknir eru til um raunverulega tíðni þess á Íslandi eða hvernig við bregðumst við og hvaða ráð við eigum.

Því er þessi tillaga löngu tímabær og ég greiði henni glaður atkvæði mitt.