154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

238. mál
[15:23]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra félagsmála eða barnamála segir: Við skulum vinna saman, þurfum að stíga stórt skref, standa saman. Það er nákvæmlega það sem þessi breytingartillaga felur í sér. Eftir það kjaftshögg sem við vorum að fá hér í fyrradag þegar PISA-könnunin birtist þá held ég nú að það væri bragur á því að við værum að stíga einhver skref og viðurkenndum það að við þyrftum almennilega vísindalega aðstoð til þess að reyna að koma einhverju skikki á það ófremdarástand sem ríkir í menntamálum, sem er engum til vansa nema löggjafanum sjálfum. Einungis við berum fulla ábyrgð á því hvernig staðan í menntamálum er nákvæmlega í dag. Það væri kannski bragur á því, fyrst maður hefur heyrt jafnvel hv. þingmenn stjórnarflokkanna tala um hve mikilvægt það væri að koma á einhverju skipulagi og vísindalegu starfi til að tryggja framgöngu menntamála, að við sýndum þann brag að samþykkja þessa breytingartillögu. — Ég segi já.