154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[18:14]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Smá leiðrétting frá fyrri ræðu: Okkur fjölgar úr 1.000 á mánuði, ekki á ári. Í þessari breytingartillögu er lagt til að heimild falli brott til að selja Íslandsbanka og selja hlut í Landsbankanum og selja eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Austurlands. Á íslenskum bankamarkaði ríkir engin samkeppni. Það er nánast sjálftaka í hagnaði. Við eigum ekki að vera að selja ríkisbankana til einkaaðila svo að þeir geti haft sjálftöku í hagnaði af bankarekstri. Við sjáum núna á verðbólgutímanum að það er 80–100 milljarða hagnaður af rekstri þriggja stærstu bankanna á meðan heimilin í landinu eru að greiða gríðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum vegna fáránlega hárra stýrivaxta. Þetta er ekki rétti tíminn til að fara í sölu á ríkisbönkunum og við eigum ekki að gera það að svo stöddu á næstu árum, ekki fyrr en það kemur alvörusamkeppni og við komum á fót samfélagsbanka sem byggir á hugmyndafræði sparisjóðanna. (Forseti hringir.) Þá fyrst getum við farið að hugsa málið. — Ég segi já.