149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

301. mál
[15:33]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Af því að hæstv. forsætisráðherra talar svo skemmtilega um nýsköpun langar mig að benda á hvað mikið hefur gerst síðan 2009 og 2010. Bara frá 2010 erum við búin að hækka stuðning við rannsóknir og þróun í nýsköpun úr 100 millj. kr. í 600 millj. kr. annars vegar og hins vegar úr 150 millj. kr. í 900 millj. kr. Við þurfum aðeins að átta okkur á því hversu stór skref við tökum hér til stuðnings við nýsköpunarfyrirtæki, sem stuðlar að arðbærum rannsóknum. En fyrst og fremst styðjum við það að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs þar sem nýsköpun er grundvallaratriði, og styrkjum þá verðmætasköpun sem er í íslensku samfélagi. Með því styrkjum við hagsæld til framtíðar.