148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

innflutningskvótar á ostum.

[15:12]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Ég frétti af þessu fyrir tiltölulega skömmu og óskaði þá eftir því við ráðuneytið að það hlutaðist til um að undirbúa lagafrumvarp til að kippa þessu í liðinn. Það er svar mitt við þessu. Ég held að það hafi orðið ákveðin mistök í lagasetningu hjá þinginu. Því hefði verið í lófa lagið að kippa þessu í liðinn. En vilji minn stendur skýr til þess að þeir samningar standi sem gerðir voru. Eins og ég nefndi í upphafi máls míns óskaði ég eftir því við ráðuneytið að það undirbyggi lagafrumvarp í þá veru.