150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[14:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í þessu máli verða Miðflokksmenn á græna takkanum eða sitja hjá. Við teljum málið ekki nógu vel unnið, að ekki sé nógu skýrt hvað verður um verkefnin. Við höfum mörg og líklega flest fengið athugasemdir frá starfsmönnum þessara stofnana og aðildarfélögum, m.a. um slökkviliðið. Mat okkar er að miklu betur hefði mátt vanda til verka og í raun er óljóst hvort þau markmið sem þarna er stefnt að náist.

Það er þó kostur að fækka ríkisstofnunum, um það er engin spurning. Við gerum hins vegar að sjálfsögðu þá kröfu, og munum fylgja henni fast eftir, að ráðherra vandi til verka og að hvergi verði kastað til höndunum þegar kemur að þekkingu og kunnáttu þess starfsfólks sem þarna á í hlut.