140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[17:51]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta svar tek ég ekki gilt. Þó að þetta hafi verið stundað hér áður í smærri stíl erum við sem þjóð að ná okkur eftir efnahagshrun, heilt hrun. Þessi verklausa ríkisstjórn hefur haft það eitt að markmiði að skera niður heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, draga saman úti á landsbyggðinni, raunverulega taka landsbyggðina niður, og svo kemur þetta fram hér, að einhver Evrópuelíta eigi að vera hér undanþegin aðflutningsgjöldum, tollum, virðisaukaskatti, tekjuskatti, útsvari og stimpilgjaldi. Þetta er hreinlega óásættanlegt og líka að það skuli vera svo há upphæð sem Evrópusambandið ber hér inn í landið, 5–6 milljarðar, og starfsfólk í atvinnuleysinu. Raunverulega má segja að Evrópusambandið sé að flytja út sitt atvinnuleysi hingað til lands því að samkvæmt þessu er nánast ekki gert ráð fyrir að Íslendingar starfi á nokkurn (Forseti hringir.) hátt í þeim greinum (Forseti hringir.) sem á að setja peningana í.