154. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2023.

nýr meiri hluti til að takast á við verkefnin í samfélaginu.

[15:23]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég er búinn að leggja á það áherslu núna í tvö ár að það þarf að gera mikið í raforkumálunum. Það er mikið búið að gera og það er mikið í pípunum. Hv. þingmaður verður bara að líta á staðreyndir mála. Hann segir að það sé ekki búið að einfalda neitt. Er aflaukningarfrumvarp ekki einföldunarfrumvarp? Við þurftum ekki fjórða áfangann vegna þess að það fór allt saman út, út af einföldun. Við erum að kynna núna í þessari viku hugmyndir um nýtt fyrirkomulag varðandi vindorkuna og við erum búin að vera að vinna að einföldunarmálum á öllum sviðum og munum halda því áfram. (ÞKG: Er ekkert að marka …) Hv. þingmaður verður að tala við aðra þingmenn. Eins og ég nefndi þá er ég ekki umboðsmaður annarra þingmanna. Ég er bara að tala út frá staðreyndum, það er bara þannig. Ég vona að hv. þingmaður sé bara einlægur í því og tali um það af hverju Viðreisn stoppaði hér í Reykjavík alla orkuframleiðslu. Hér í mörg ár voru skilaboðin frá Orkuveitu Reykjavíkur (Forseti hringir.) að það væri næg orka til á Íslandi, sem var algjörlega út í hött, kom mjög skýrt fram í grænbókinni sem ég lét gera, sömuleiðis í orkuspá Landsnets. (Forseti hringir.) Ef hv. þingmaður skoðar minn málflutning og mínar aðgerðir þá kemur það alveg skýrt fram hvar áherslan hefur verið (Forseti hringir.) og hún hefur ekki verið í samræmi við það sem var hjá Viðreisn í Reykjavíkurborg.