131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[15:04]

Gunnar Birgisson (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2005 um breytingar á sundurliðun 2 við tölulið 02-982 Listir, framlög, um heiðurslaun listamanna. Á þessum lista núna eru 27 manns. Þeir voru 25 í fyrra og í hittiðfyrra voru þeir 21.

Tillaga þessi frá Gunnari Birgissyni, Dagnýju Jónsdóttur, Drífu Hjartardóttur, Guðjóni Hjörleifssyni og Birki J. Jónssyni er eftirfarandi:

Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Búadóttir, Erró, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Gunnar Eyjólfsson, Hannes Pétursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón Nordal, Jón Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson, Jónas Ingimundarson, Jórunn Viðar, Kristbjörg Kjeld, Kristinn Hallsson, Kristján Davíðsson, Matthías Johannessen, Megas, Róbert Arnfinnsson, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þráinn Bertelsson og Þuríður Pálsdóttir.

Frá því á síðasta ári hafa tveir heiðurslistamenn látist. Tveimur nýjum var bætt við. Þeir eru því samtals 27. Ég legg til að þessi tillaga verði samþykkt.