148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[10:51]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Ég fór ekki hér með neinar rangfærslur. Þetta liggur fyrir. Það á að lækka (Gripið fram í.) bankaskattinn um 5,7 milljarða kr. Þar af fara 2 milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþing. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekkert hægt að þræta fyrir þetta, hæstv. forsætisráðherra. En það er hins vegar ekki hægt að leysa þessa þjóðfélagslegu meinsemd, krónu á móti krónu skerðingu fyrir öryrkja. Það er ekki hægt. Þetta er ekkert annað en þjónkun við vogunarsjóðina. Hvernig er hægt að skilja þetta öðruvísi? Selja bréfin á undirverði? Og nú koma fréttir um að það eigi að fara að semja sig frá stöðugleikaskilyrðunum því að þetta sé svo erfitt fyrir vogunarsjóðina, þeir geta ekki sett bankana á markað því að þetta kemur til með að hafa svo slæm áhrif fyrir þá o.s.frv. Ríkisstjórnin ætlar að sjálfsögðu að taka þátt í þeirri umræðu. Þetta er bara ósköp einfalt. Þetta liggur alveg fyrir.

Væntingar um það að í því góðæri sem hér hefur ríkt væri hægt að færa hópum á borð við öryrkja og eldra fólk löngu tímabærar skerðingar eru að engu hafðar. Ég hef ekki farið með neinar rangfærslur hér, hæstv. forsætisráðherra.