139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

velferðarkerfið.

[11:05]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi tekið á öllum sviðum ekki bara í efnahagsmálunum og að standa vörð um velferðarkerfið eins og kostur er heldur hefur hún líka unnið gott verk að því er varðar atvinnuuppbygginguna. Við sjáum að hagvaxtarspár eru að glæðast og munu gera það á næsta ári. Það skiptir verulegu máli fyrir efnahagslífið, atvinnuþróun og þar með velferðina í landinu.

Fólksflótti er vissulega eitt dæmi um það hvernig hefur til tekist. Það er staðreynd að á fyrstu níu mánuðunum fluttu 1.600 fleiri frá landinu en til þess. Hagstofan hafði spáð nettóbrottflutningi 4.000 manns. Þannig að þótt það eigi eftir að koma þrír mánuðir inn í þessa tölu, 1.600, býst ég við að fólksflótti frá landinu sé allt of mikill, þótt hann sé helmingi minni en Hagstofan spáði.