154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.

2. mál
[16:45]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér áðan greiddum við atkvæði um niðurfellingu sóknargjalda og hér er einmitt verið að fella lögin einfaldlega úr gildi sem uppfærslan áðan átti að vera samkvæmt lögum. Þannig að þegar fólk greiðir atkvæði um þetta og fellir burt laun þá þarf ekki að uppfæra krónutöluna eins og var gert áðan. En það er ekki mikil stemning fyrir því sem er aftur mjög áhugavert.