148. löggjafarþing — 49. fundur,  13. apr. 2018.

um fundarstjórn.

[11:25]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Ég vil ræða nánar um skipulag á nefndadögum í næstu viku. Til að fyrirbyggja allan misskilning erum við í fjárlaganefnd þar að samnýta tíma með öðrum fagnefndum og reyna að klára kynningu ráðherra og ráðuneyta á áætluninni. Það gefur okkur meiri tíma í frekari umfjöllun um málið. Um það snýst þetta. Við þurfum að pakka þessu svolítið saman í næstu viku, það er rétt, en við eigum eftir að fara í dýpri og nánari umfjöllun um málið. Það er ekki að klárast á þessari einu viku. Við fáum aukinn tíma í þá umfjöllun, það gefur augaleið.

Við skulum hafa það alveg á hreinu að ekki er verið að klára umfjöllun um málið í þeirri viku.