151. löggjafarþing — 5. fundur,  7. okt. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[13:55]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég vil í raun bara leggja eina spurningu fyrir hæstv. starfandi heilbrigðisráðherra, þ.e. hvort heimildir séu fyrir því í fjárlögum að heilbrigðisráðherra geti gengið til samninga við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, komið þeim inn í sjúkratryggingakerfi, rétt eins og þingið samþykkti að frumkvæði Viðreisnar í vor. Mun hæstv. heilbrigðisráðherra ganga til samninga við sjálfstætt starfandi sálfræðinga á þessu þingi?