151. löggjafarþing — 50. fundur,  28. jan. 2021.

um fundarstjórn.

[12:02]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Þetta mál ætlar að þvælast svolítið fyrir. En staðreyndin er sú að málinu var eingöngu frestað og við höfum reynt að fá þann gest þó nokkuð lengi sem hér hefur verið nefndur og fengum hann 8. desember til að svara spurningum ákveðinna nefndarmanna. 2. umr. var í þinginu 7. desember. Henni var frestað og við vitum ástæður þess. En málið var aldrei kallað inn í nefndina. Því var eingöngu frestað og það er hægt samkvæmt þingsköpum að ræða mál í nefnd þótt það sé ekki tekið inn í nefndina úr umræðu. Ég er margbúin að boða það að málið verði tekið inn milli 2. og 3. umr. þar sem við fjöllum um þessa gestakomu enn frekar og getum fengið fleiri gesti, ef óskað verður eftir því, og komið þá með framhaldsnefndarálit.